Ágætu Meistarar.
Stjórn MFK óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs með þökkum fyrir samtarfið á liðnum árum.
Á síðasta stjórnarfundi MFK 2014 sem haldinn var 18 desember, var ákveðið að bæta svörtum kúluhatti við einkennisfatnað okkar. Hattarnir koma í eftirfarandi stærðum: XXL-XL-L-M-S og er verðið á þeim 7.000.- kr stk með vsk.
Verðið miðast við að félagið taki ákveðið magn í einu.
Þeir sem hafa áhuga að kaupa hatt og eru á höfuðborgarsvæðinu þurfa að fara í veiðibúðina í Síðumúla til að máta stærðina. Fyrir ykkur sem eru út á landi þá þarf að mæla frá enni aftur á hnakkakúluna (allann hringinn) og þá er málin ca þessi:
XXL = 62 CM — XL = 61 CM — L = 60 CM — M = 59 CM — S = 58 CM.
Þegar þið hafið ákveðið ykkur þá sendið endilega póst á mig með hvaða stærð þið ættlið að taka.
Við þurfum að vinna þetta mjög hratt ef við ætlum að ná þessu fyrir 25 ára afmæli MFK nú í febrúar.
Ef það eru einhverjir sem ekki vilja fjárfesta í hatti látið okkur endilega vita líka.
Halldór Jökull
Formaður MFK