Verðlaun
Keppandinn sem hlýtur flest stig samanlagt úr fimm stigahæstu vörum sínum í keppninni hlýtur titilinn „Kjötmeistari Íslands 2014”. Hann fær afhendan stóran skjöld með nafni sínu og fyrrum handhafa, og annan minni til eignar.
Samstarfsaðilar Meistarafélagsins í keppninni eru sem fyrr búgreinafélögin og koma þau að keppninni hvert með sínu lagi.
Landssamtök sauðfjárbænda veita “Lambaorðuna”,
“Orðuna hljóti sá kjötiðnaðarmaður sem á bestu einstöku vöruna úr lambakjöti í fagkeppninni”
Landssamband kúabænda verðlauna þann kjötiðnaðarmann sem að mati dómnefndar á besta áleggið úr nautakjöti sem unnið eru úr verðminni hluta skrokksins. Viðurkenningin er stór stytta sem er farandgripur og önnur minni til eignar.
Svínaræktarfélag Íslands veitir viðurkenningu þeim kjötiðnaðarmanni sem á bestu vöruna unna úr svínakjöti. Félagið veitir farandverðlaunagrip og annan minni til eignar.
Félag kjúklingabænda ætla að veita farandverðalaunagrip fyrir bestu vöruna unna úr alifuglakjöti og annan minni til eignar.
Kjötframleiðendur hf. veita verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr folalda- eða hrossakjöti.
Önnur verðlaun . Einnig eru veitt verðlaun fyrir „athyglisverðustu nýjungina”.
Sérverðlaun eru fyrir ,,bestu kæfuna eða pate”.
Sérverðlaun eru veitt fyrir ,,bestu hráverkuðu vöruna”.
Aukakeppni: Besti reykti / grafni laxinn. Besti reykti / grafni silungurinn.