Fréttir

Félagsfundur MFK – 19. janúar 2018

Stjórn MFK heldur félagsfund föstudaginn 19 janúar 2018.  Fundarstaður er Ölgerðin og hefst hann kl 16.00 – 18.00. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í gegnum netfangið: hjr@simnet.is Fundarefni: 1. Kynning á fyrirtækinu Ölgerðin. 2. Aukakeppni í fagkeppni 2018 3. Fagkeppnin 2018 4. Önnur mál

2018-01-16T14:15:56+00:0016. janúar 2018|

Besta skinka Íslands

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í fyrsta sinn keppnina ,,Besta skinka Íslands 2018”.  Keppnin hefst á haustdögum (október) 2017.  Keppnin er tvískipt annarsvegar er forkeppni og hinsvegar aðalkeppnin. Forkeppni / Aðalkeppni Forkeppni (fyrri hluti) ,,Besta skinka Íslands 2018  haldin í október 2017. Aðalkeppni (seinni hluti)  haldin í febrúar 2018. Þátttakendur Starfandi kjötvinnslur/kjötbúðir og öll matvælafyrirtæki með tilskilin [...]

2017-09-07T11:36:40+00:007. september 2017|

Aðalfundur MFK

Aðalfundur MFK verður haldinn laugardaginn 11. mars á Akureyri. Fundurinn verður haldinn á Icelandair hótelinu á Akureyri. Fyrir þá sem hafa áhuga á að mæta á aðalfundinn og þurfa að fara 250 km eða meira fá 20.000 kr styrk til ferðarinnar sem greiddur er eftir á. Dagskrá fundar:   1.       Skýrsla stjórnar.   2.       Reikningar félagsins. [...]

2017-03-08T09:45:47+00:008. mars 2017|

Fréttir af félagsfundi 28.01.2016

Á félagsfundi Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, sem haldinn var 28. janúar, var staða náms í kjötiðn til umræðu – en nýverið bárust fréttir af því að báðum kennurum í faginu var sagt upp störfum við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Enginn sótti um í náminu fyrir yfirstandandi önn. Níels Olgeirsson formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands, benti [...]

2016-02-11T17:37:28+00:0011. febrúar 2016|

Félagsfundur 28. janúar 2016

Stjórn MFK boðar til félagsfundar vegna niðurskurð kjötnáms í MK. Fundurinn verður haldinn að Stórhöfða 31 fimmtudaginn 28. Janúar 2016 kl 17.00 gengið inn að norðanverðu. Aðrir sem eru boðaðir á fundinn eru: Níels formaður Matvís Margrét skólastjóri MK Ólafur frá Iðunni. Fundarefni: Niðurskurður kjötnáms í MK Fundastjóri er: Hreiðar Örn Zoega Stefánsson Halldór Jökull [...]

2016-01-13T10:50:18+00:0013. janúar 2016|

Kjötiðnaður, ráð og nefndir

Hér er samantekt  Óla Þórs Hilmarssonar um ráð og nefndir innan kjötiðnaðarins. Þetta eru punktar um hvaða nefndir og ráð tengjast okkar iðn og hvaða hlutverki þau eiga að gegna, hverjir skipa í þær, hverjir sitja þar núna, hvenær skipunartíminn rennur út og hvort greidd sé þóknun fyrir setuna.  Meistarafélagið á þarna nokkra fulltrúa, en [...]

2015-01-30T11:31:37+00:0030. janúar 2015|

Áramótakveðja – svartur hattur !

Ágætu Meistarar. Stjórn MFK óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs með þökkum fyrir samtarfið á liðnum árum. Á síðasta stjórnarfundi MFK 2014 sem haldinn var 18 desember, var ákveðið að bæta svörtum kúluhatti við einkennisfatnað okkar. Hattarnir koma í eftirfarandi stærðum: XXL-XL-L-M-S og er verðið á þeim 7.000.- kr stk með vsk. Verðið miðast [...]

2015-01-12T11:34:18+00:0012. janúar 2015|

Félagsfundur á Akureyri í október

Félagsfundur MFK verðu haldinn 18 október 2014 á Akureyri hjá Kjarnafæði á Svalbarðseyri. Fundurinn mun hefjast kl: 16.00 og vera í ca tvo tíma, dagskráin verður birt síðar. Þeir sem þurfa að fara meira en 250 km til þess að mæta á fundinn fá ferðastyrk að upphæð 15.000 kr Kjarnafæðismenn munu sjá um veitingar eftir [...]

2014-09-18T11:49:51+00:0018. september 2014|

Hugleiðing að hausti – 2014

Ágæti félagi Helgina 12.-14. September síðastliðinn var haldinn vinnufundur stjórnar MFK og fagkeppnisnefndar. Þar var farið yfir þau verkefni sem við sem félag stöndum að og þá sérstaklega hinni góðu fagkeppni. Unnið var með spurningar í fjórum meginflokkum: Styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir. Undir hverjum flokki voru nokkrar undirspurningar sem við skoðuðum sérstaklega. Þessi vinna [...]

2014-09-18T11:32:52+00:0018. september 2014|

Kjötmeistari Íslands

Á nýliðinni fagkeppni MFK var krýndur nýr KJÖTMEISTARI ÍSLANDS. En titill þennan fær sá kjötiðnaðarmaður sem fær flest stig samanlagt úr fimm stigahæstu vörum sínum. KJÖTMEISTARI ÍSLANDS er Jón Þorsteinsson   MFK óskar honum til hamingju með þenna titil og árangur í fagkeppninni. Úrslit og myndir koma inn á síðuna í byrjun vikunnar.

2017-04-29T21:37:19+00:0030. mars 2014|
Go to Top